Innblástur

Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu er orðin að stóru vandamáli sem við þurfum að takast á við sem heild. Vegasamgöngur er stór partur af vandamálinu og einn af þeim þáttum vandamálsins sem almenningur getur haft bein áhrif á.

Við vitum að með fræðslu og hvatningu getum við breytt viðhorfi fólks til samgangna eins og annara mála. Hver ferð sem farin er á hjóli í stað einkabílsins skiptir máli.

Virkni

Lausnin okkar Hjólað fyrir umhverfið er hvetjandi hjóla app sem gefur notenda upplýsingar um kolefnisspor sem sparast við það að hjóla í stað þess að keyra. Það gefur einnig hvatningarorð á hverjum degi sem tekur mið af veðri næsta dags. Sem dæmi gætu skilaboð fyrir blíðviðrisdag verið eitthvað á þessa leið: “Það er frábært hjólaveður í fyrramálið, njóttu ferðarinnar.” og fyrir blautan og kaldan dag gætu skilaboðin verið: “Við látum veðrið ekki stoppa okkur, mundu eftir regnjakka á morgun. Þetta verður hressandi ferð”. Mælingar appsins sem snúa að losun gróðurhúsalofttegunda taka alltaf mið af stystu leið bíls milli staða en leiðarvísirinn fyrir hjólreiðamanninn miðast alltaf við hjólastíga og bestu hjólaleiðina.

Framkvæmd

Við notuðum draw.io til að teikna upp arkitektúr appsins. Útlit og flæði appsins hönnuðum við í forritinu Figma.

Áskoranir í framkvæmd

Aðal áskoranir okkar voru að halda hugmyndinni einfaldri og bæta ekki of mörgum aðgerðum í hönnunina.

Afrakstur sem við erum stolt af

Við erum með raunsæja hugmynd sem hægt er að koma í framkvæmd og byggja ofan á. Útlit og viðmót appsins er snyrtilegt og notendavænt.

Það sem við lærðum

Við höfum fengið góða reynslu í hugmyndavinnu, samvinnu og hönnun á notendaviðmóti.

Næstu skref

Forritunarvinna til að koma appinu Hjólað fyrir umhverfið í almenna notkun.

Built With

Share this project:

Updates