Áskorunin okkar

Nýsköpunarhugmyndin sem að við höfum unnið að um helgina snýst um það að auðvelda og einfalda þau þungu skref sem það er að missa ástvin. Við einblínum á að einfalda ferlið sem snýr að praktískum atriðum sem fólk þarf að huga að þegar að nákominn aðili fellur frá. Áskorunin sem að við ákváðum að leysa fellur undir félags- og velferðarmál en lausnin stuðlar að því að veita einstaklingum hjálp á erfiðum tímum sem að geta valdið mikilli streitu. Nýsköpunarhugmynd okkar eykur því lífsgæði fólks og auðveldar þeim ferlið. Lausnin sem að við unnum að á sérstaklega mikið erindi núna þar sem að stór hluti samfélagins býr almennt við nokkuð mikla streitu sem að getur haft neikvæð áhrif á heilsu og ónæmiskerfi einstaklinga. Lausnin okkar miðar sérstaklega að því að styðja við aðstandendur sem að missa ástvin. Þar að auki getur síðan veitt öllum áhugasömum upplýsingum og jafnvel verið verkfæri fyrir þá sem koma að málum sem snúa að ástvinamissi/andláti. Þessi lausn getur stuðlað að aukinni félagslegri heilsu og vellíðan hópsins.

Lýsing á lausninni okkar

Við hönnun á lausninni okkar notuðumst við mikið við Zoom og Facebook til þess að spjalla saman. Við notuðum Canvas við skipulagningu og framsetningu á efninu. Við notuðumst líka við samskiptaforritið Slack að einhverju leyti við teymismyndun, hugmyndaöflun og samskipti við stjórnendur viðburðarins. Vefsíðan er enn í mótun en hún mun bjóða upp á ráðgjöf við ýmsa þætti sem þarf að huga að við fráfall ástvins. Hægt verður að skoða þær upplýsingar ókeypis en svo þarf að borga fyrir þá þjónustu sem viðskiptavinir óska eftir. Við notuðum Adobe Xd við vefsíðugerðina og Adobe Illustrator við gerð á logoum.

Hvernig varð hugmyndin okkar til?

Við hittum mentorana Andra Geirsson, Ósk Sigurðardóttur, Hildi Georgsdóttur, Þórönnu K. Jónsdóttur og Þórhildi Egilsdóttur. Þau voru okkur mikil hjálp í ýmsum ákvörðunum og komu með marga góða punkta. Við gerðum Canvas skjal þar sem að við tókum saman aðalpunktana sem að þarf að hafa í huga við þetta verkefni svo sem greiningu á samstarfsaðilum, starfsemi, auðlindum, tengslum við viðskiptavini, markhópum, kostnaði og tekjum. Í teyminu okkar hefur einn meðlimur bakgrunn í grafískri hönnun og vefsíðugerð. Hann vann að prototype vefsíðu og gerði nokkur logo. Þar að auki gerðum við VRIO greiningu - þ.e.a.s. Auðlindagreining þar sem við punktuðum á hvaða hátt okkar verkefni skarar fram úr öðrum á einhvern hátt - Þar er skoðað; Verðmæti, fágæti, hermihættu, skipulag og samkeppnishæfni. Einnig gerðum við SVÓT greiningu sem var hjálpleg við að skoða veikleika okkar og kosti. SVÓT gagnaðist okkur við að átta okkur á því hvernig við gætum unnið á sem skipulegastan hátt sem teymi og hámarkað virknina og útkomuna. Einnig notuðum við Belbin við persónuleikagreiningu í teymisvinnunni.

Áhrif lausnar á krísuna

Það er gangur lífsins að alltaf mun fólk falla frá á hverjum tíma fyrir sig og því er alltaf þörf á aðstoð við andlát. Engu að síður hafa lukkulega ekki verið mörg dauðsföll vegna Covid-19 hingað til á Íslandi sjáum við fyrir okkur að hægt væri að útfæra verkefnið yfir til fleiri landa. Grunnhugmynd þessa verkefnis kom til vegna þess að okkur fannst vanta auðveldara aðgengi ýmissa upplýsinga um almenn réttindi fólks svo sem námslánatöku, atvinnuleysisbætur og erfðarétt. Þar sem að það liggur fyrir að margir hafa misst vinnu sína nýlega og margir munu sækja háskóla næsta haust myndi verkefnið okkar vera þeim hóp mikil hjálp.

Virði lausnar eftir krísuna

Lausnin sem að við höfum unnið að mun eiga fullt erindi við samfélagið eftir að krísunni líkur. Við þróuðum lausn við erfiðu aðgengi upplýsinga um hvernig skuli snúa sér við dauðsfall, og veltum fyrir okkur hvert sé fyrsta skrefið við atvinnuleit eftir atvinnumissi en sá partur ætti erindi við áframhald á hugmyndinni. Þessi vandamál munu alltaf verða til staðar í samfélaginu og eru því ekki einungis tengd Covid-19. Einnig höfðum við hugsað okkur að gerð vefsíðu og gagnasöfnun gætu skapað ný störf fyrir sérfræðinga á sínu sviði.

Hvað er næsta skref?

Það sem að myndi aðallega vanta upp á til þess að halda áfram með verkefnið er fjármagn og samvinna með aðilum sem búa yfir sérfræðiþekkingu um erfðamál, og ef haldið yrði áfram með hugmyndina væri þörf á sérfræðiþekkingu um atvinnuleysi og nám/ námslán. Einnig þyrftum við að notendaprófa og taka viðtöl við fólk sem hefur misst ástvin og heyra hvað þeim fannst vanta af upplýsingum í ferlinu.

Our project

Our solution aims at the need of people that have lost a close relative and are not able to sorrow in peace because of all the practical things that must be done both before and after death, such as writing a will. Just as you can buy the services of a wedding planner, we have built a project around selling the services of a funeral planner.

Built With

Share this project:

Updates