1. Áskorunin sem verkefnið ykkar leysir - Í dag horfin þjóðin fram á tímabundið atvinnuleysi uppá 25% og spáir seðlabanki íslands 12% atvinnuleysi á þriðja ársfjórðungi og því margar fjölskyldur sem eiga því um sárt að binda. Félagslegir fylgifiskar aukins atvinnuleysis eru margir og bitnar því miður oft illa á yngstu kynnslóðinni. Aukin drykkja, streyta, heimilisofbeldi, kvíði, þunglyndi, sjáfsmorðtíðni eykst o.sfv. Við viljum auka uppbyggilegan tíma kjarnafjölskyldunnar í von um aukið geðheilbrigði barna með því að nýta almenningsrými betur. Appið ÚTI verður aðgegnilegt og auðvelt í notkun þar sem þú með örfáum handtökum getur valið þér spennandi áfangastað innan borgarmarkana, lesið umsagnir um svæðið, séð myndir og fengið leiðsögn um hvernig best sé að koma sér á staðinn. Á tímum félagslegra takmarkanna og efnahagsþrenginga er mikivægt að skipuleggja frítíma sinn vel og hámarka gæða samverustundir með sínum nánustu og ráðstafa tekjum sínum skynsamlega.

2.Lýsing á lausninni ykkar (þ.m.t tæknileg atriði, hönnun og hvaða tól voru notuð) - Snjallsímaforrit. Notuðumst við forritið Figma og frjótt ímyndunarafl. Myndavél.

3.Hvað þið hafið gert yfir helgina - Hannað appið og tekið saman hvaða möguleikar þurfa að vera til staðar, búið til kynningu, notendaprófun og drukkið kaffi.

4.Áhrif lausnar á krísuna - Gæðastundir og utandyraafþreying er aðeins handtaki frá þér. Aukin útivera í góðum félagsskap stuðlar að bættri geðheilsu borgaranna.

5.Hvað vantar uppá til að geta haldið áfram með verkefnið - Fjármagn, samstarfsvilja borgarinnar og samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu

6.Virði lausna(r) eftir krísuna - Augnsamband er verðlaust en lífsnauðsynlegt. Covid hefur haft magvíslegar félagsfræilegar afleiðingar. Við berum meiri virðingu fyrir því að geta farið út og mætt fólki óttalaust á förnum vegi, sundlaugarferð er ómetanleg hvað þá þegar þú færð bros frá ókunnri manneskju og þú setur ekki verðmiða á geðheilbriðgði. Kjarnafjölskyldur hafa náð að tenja að nýju og mögulega öðruvísi en áður, samfélagsmiðlar hreinlega loga af myndbrotum af fjölskyldum að hafa ofan af fyrir sér með einföldum hætti. Okkur þyrstir í eitthvað einfalt, gleðin virðist vera falin í hinu smá og sambandinu á milli fólks frekar miklum íburði og lúxus. VIð viljum auðvelda fólki að velja sér afþeyingu við hæfi sem kallar ekki á mikinn kostnað enda sannast hið fornkveðna að maður er manns gaman.

Built With

  • figma
  • pages
Share this project:

Updates