Inspiration

“Ég mæti á öll loftslagsverkföllin en það er ekkert verið að hlusta á okkur og stundum verð ég vonlaus.” Almenningur elskar að skora á hvorn annan á samfélagsmiðlum. Börn í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar tóku þátt í umhverfisáskorunum en upplifðu sig ekki hafa vald til þess að koma í gegn varanlegum breytingum.

Hvernig væri hægt að skora á þá sem hafa ekki mikinn áhuga á umhverfismálum en hafa þó vald í samfélaginu?

What it does

Smáforritið Skrefinu Framar hvetur fyrirtæki og einstaklinga til þess að huga betur að umhverfinu í gegnum skemmtilegar skammtímaáskoranir og skýra birtingu gagna um áhrif þeirra.

Framför fyrir einstaklinginn, fyrirtækið & umhverfið

How I built it

Við notuðum einfalda gervigreind til þess að reikna út kolefnisfótspor ákveðinnar hegðunar einstaklings, við völdum akstur og hjólreiðar. Þetta var gert til þess að vekja athygli á áhrif ákvarðana okkar á umhverfið. Einnig fundum við til áhugaverð gögn um stöðu Íslendinga í umhverfismálum og settum þau fram á læsilegan og skiljanlegan máta.

Challenges I ran into

Við áttum erfitt með vinna úr gögnunum sem við völdum þar sem uppsetning þeirra var óhentug fyrir kóðann.

Accomplishments that I'm proud of

Við erum stoltar af jákvæðum viðbrögðum við smáforritinu sem við fengum frá bæði fyrirtækjum og einstaklingum í markaðskönnunum okkar, og fyrir gagnavinnsluna sem við unnum á þessum stutta tíma. Við erum því stoltar að því að vera með raunsæja lausn sem getur gagnast umhverfinu.

What I learned

Við lærðum að nóg er til að gögnum í heiminum, en gríðarlega mikil þörf er á því að nýta þau og markaðssetja þau betur.

What's next for Skrefinu Framar

Næstu skref eru að ná betri samstarfi við fyrirtæki þar sem þau gegna lykilhlutverki í forritinu. Einnig þurfum við að sækja um í Nýsköpunarsjóð og leita að fjárfestum svo hægt sé að eyða meiri tíma í þróun verkefnisins. Þar að auki er á döfinni að gera ítarlegri markaðskannanir.

Built With

Share this project:

Updates