Áskorunin sem MedGuide for Iceland leysir

Við viljum dreifa álaginu á heilbrigðiskerfið, hafa upplýsingar aðgengilegar og leiðbeina fólki í rétta átt að úrræðum sem henta þeim, sérstaklega í krísu eins og þeirri sem stafar af COVID-19 faraldrinum..

Lýsing á MedGuide for Iceland

MedGuide for Iceland er heimasíða þar sem finna má upplýsingar um allar heilbrigðisstofnanir á Íslandi á einum stað, í stað þess að þurfa að leita að heimasíðum hverrar heilbirgðisstofunar fyrir sig sem eru ekki alltaf auðfundnar. Á forsíðunni má finna mikilvæg símanúmer og gróft yfirlitkort yfir Ísland sem sýnir hvar hægt er að finna heilbrigðisstofnanir. Sé grunur um Covid er hægt að finna upplýsingar um einkenni og leiðbeiningar um næstu skref, svo sem að hafa samband í síma 1700. Hægt er að velja að finna næstu heilbrigðisstofnun út frá staðsetningu og upplýsingar m.a. um opnunartíma (neyðarvakta), myndir að aðkomu, þjónstu og símanúmer. Að lokum er hægt að finna almennar upplýsingar sem útskýra hlutverk mismunandi heilbrigðisstofnana til að leiða notendann áfram um val á réttu úrræði. Vefsíðan mun vera aðgengileg á íslensku, ensku, pólsku og mögulega fleiri tungumálum.

Verkefnavinna yfir helgina

Vinna við MedGuide for Iceland hófst föstudaginn 22. maí. Teymið fór í gegnum tvær brainstorming lotur. Fyrsta brainstorming lotan var til að fá hugmyndir um hvaða vandamál innan heilbrigðisgeirans við vildum einblína á. Seinni brainstorming lotan snerist svo um hvernig við vildum útfæra lausnina á þeirri áskorun sem valin var. Rætt var við mentora sem hafa góða þekkingu á heilbrigðiskerfinu sem var mjög hjálplegt til að sjá hvar mátti bæta lausnina okkar. Upphaflega verkefnið var of stórt og við þurftum að afmarka lausnina út frá ráðleggingum mentora.

Áhrif MedGuide for Iceland á krísuna

Minnkað álag á bráðamóttökur með því að leiðbeina einstaklingum áfram að hentugu úrræði fyrir þá innan heilbrigiskerfisins. Gegnsæi upplýsinga um hvert eigi að leita og hvað einstaklingurinn getur gert til að takmarka frekari smit. Ferðamenn á landsbyggðinni geta auðveldlega fundið og haft samband við næstu heilsugæslu/heilbrigðisstofnun ef grunur er um smit.

Hvað vantar uppá til að geta haldið áfram með verkefnið

Töluverð vinna er framundan við að safna saman upplýsingum um heilbrigðisstofnanir um allt land. Forritunarvinnu þarf til að koma vefsíðunni í gang, þá aðallega bakenda þróun.

Virði lausnarinnar eftir krísuna

Auðveldar aðgengi einstaklinga (íslenskum ríkisborgurum jafnt sem erlendum ferðamönnum) að upplýsingum um staðsetningu heilbrigðisstofnana.

Vefsíðuslóð á frumgerð

https://pr.to/U9QBAM/

Vefsíðuslóð á kynningarmyndbandi

https://youtu.be/017_A_rMHdsV

Share this project:

Updates