Innblástur

Við lögðum hausinn í bleyti og hugsuðum okkur hvað það væri sem við gætum smíðað, sem raunverulega myndi skipta máli fyrir umhverfið. Töldum að lausnin þyrfti að vera tæknilega frekar einföld, til þess að meiri líkur væru á því að hægt væri að smíða almennilegt prototype á viku, og þar með auka líkurnar á því að það sæist að raunverulega afurðin væri ekki of stór í sniðum til þess að taka hana lengra.

Hvað lausnin okkar gerir

Jöfnum okkur er vefsíða link, þar sem almenningur getur kolefnisjafnað sig, og séð hversu langt á leið heimili landsins eru komin til þess að kolefnisjafna losun sína. Einnig má þar sjá stöðu sveitarfélaga, framlag öflugustu þátttakendanna, ásamt tölfræði yfir kolefnislosun hagkerfis Íslands.

Hvernig við smíðuðum Jöfnum okkur

Við byrjuðum á því að smíða grunn að vefsíðunni í React, með Bootstrap og ChartJS. Bakenda skrifuðum við í Django/Python ofan á Postgres grunn, sem svo var hýstur á sýndarvél hjá DigitalOcean. Nýttum okkur innskráningu hjá Facebook til að flýta fyrir þróun. Gagnasettin sem við nýttum voru bæði frá Hagstofunni, annars vegar mannfjöldatölur eftir sveitarfélögum og byggðarkjörnum link, og hins vegar losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands link.

Erfiðleikar í þróun

Þetta gekk allt saman ágætlega fyrir sig, en helsti áhættuþátturinn var kapphlaupið við tímann. Báðir hópmeðlimir eru í fullri vinnu og með heimili sem þarf að sinna. En þar sem tímamörk Hakkaþonsins voru skýr, þá sýndu makar þolinmæði gagnvart þátttökunni, þó það hafi kostað flestar mögulegar samverustundir yfir vikuna.

Hverju við erum stoltir af

Við erum aðallega stoltir af því hversu robust kerfi við náðum að smíða í frístundum á þessari viku. Einnig var gaman hvað samstarfið gekk vel, skiptum verkum skipulega á milli okkar, vissum okkar sterku og veiku hliðar og höguðum okkur í samræmi við það.

Hvað við lærðum

Bæði lærðum við ýmislegt forritunarlegs eðlis, sem og skipulagslegs eðlis. Annar forritarinn hafði aldrei snert á React, og var það því smá lærdómskúrfa, en hann stóð sig með stakri prýði og á skilið Heineken fyrir. Sá sem sá um bakendann starfar ekki sem bakendaforritari, og þurfti því að ryfja upp ýmsa gamla takta. Hvað skipulagið varðar, þá sáum við bara hversu nauðsynlegt það er að skipta verkunum skynsamlega á milli sín. Annars er hætt við að hópmeðlimir séu að vinna í sömu hlutunum sem skapar bæði flækju og gremju.

Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Jöfnum okkur

Við vonum að sjálfsögðu að við hreppum vinningin fyrir besta gagnaverkefnið, sem væri stökkpallur fyrir verkefnið og myndi vonandi gera það að verkum að þær stofnanir sem gætu veitt því lið myndu sjá kosti þess og aðstoða við að koma því á flug.

Share this project:

Updates