Nafn Teymis

Team HARK

Meðlimir

Vandamálið sem lausnin leysir

Það eru ekki margir aðilar sem sjá sér hag í því að nýta íslensku opnu gögnin og bera kostnað og vinu af því að birta þau utan opinberra stofnanna. Það sem umhverfissjá HARK leysir er að sjálfvirknivæða notkun og framsetningu á slíkum gögnum. Það sem tekur við væri svo allsherjar kerfi til þess að hvetja fólk og fyrirtæki til þess að styrkja græn verkefni, skógrækt, framleiðslu og gróðurrækt; eða fjárfesta í grænum verkefnum.

Lausninni er skilað inn í flokkinn

Besta Gagnaverkefnið

Lýsing á lausninni

Hark Umhverfissjá er tól til þess að birta og vinna úr opinberum gögnum með nýjustu tækni í kortum og gagnaúrvinnslu. Lausnin er hýst á okkar eigin vefsvæði og er byggð með ýmsum tólum sem eru listuð bæði innan síðunnar og í skilaeyðublaðinu.

Síðastliðin vika

Síðastliðin vika hefur farið í að skoða umhverfis- og efnahagsgögn frá ýmsum stofnunum út frá landfræðilegum gögnum og tíma. Mörg tól til þess að vinna úr gögnum, sjálfvirknivæða slíka vinnu og útgáfa yfir netið, tenging milli síkra kerfa og að miða vinnuna að skilum í gagnaþoni hafa verið ríkir þættir. Undanfarinn sólarhringur hefur svo farið í að púsla því saman sem við vorum komnir með og búa til framsetningarsíðu um verkefnið.

Áhrif lausnarinnar á umherfið

Ef að næstu skref væru tekin alvarlega á verkefninu, fjárfesting fengist; eða áhugi ríkisstofnana lægi fyrir, væri hægt að auka uhverfisvitund í þjóðfélaginu, sem og framlög til grænna verkefna. Efnahagsleg áhrif gætu verið talsverð ef að nógu margir taka þátt. Kolefnisfótspor myndi lækka í kjölfarið og innlend velta myndi aukast í grænum viðskiptum.

Hvað vantar uppá

Til þess að seinni kaflar verkefnisins gætu átt sér stað þyrfti einfaldlega lengri tíma, laun fyrir þá sem eru að vinna verkefnið og betri gögn til þess að vinna úr. Til dæmis eru gögnin frá umhverfisstofnun yfir loftmælingar yfir eitt ár frekar nákvæm og um margar mælingar er að ræða, en loftmælistöðvarnar eru svo fáar að það er ekki unnt að vinna úr þeim myndræna framsetningu sem sýnir dreyfingu loftgæða. Ef að það væri mælt með mun fleiri stöðvum væri hægt að nýta gögnin betur. Um fleiri slík dæmi er að ræða varðandi þau gögn sem stofnanir eru að bjóða uppá.

Share this project:

Updates