Innblástur

Við sáum heilbrigðiskerfið bregðast hratt og örugglega við í því ástandi sem Covid19 skapaði.

Við sáum nýjar lausnir verða til og komast í notkun á mettíma.

Við sáum heilbrigðisstarsfólk sýna æðruleysi og sveigjanleika á ófyrirsjáanlegum tímum.

Við sækjum okkar innblástur í framtíðina.

Hvað er Futuristics?

Futuristics er verkfæri sem hjálpar stjórnendum á Landspítalanum og öðrum heilbrigðis- og velferðarsviðum að vera betur undirbúin undir það sem koma skal.

Aðferðafræðin

Það mikilvægasta sem við gerðum í okkar ferli var að tala við starfsfólk af Landspítalanum og fá innsýn inn í þeirra þarfir og sýn þeirra á vandamál í heilbrigðis- og velferðarkerfinu.

Það hjálpaði okkur við að móta hugmynd sem síðar varð að lausn sem nú er Futuristics.

Þekking og reynsla af gagnavinnslu og hugbúnaðarþróun gerði okkur kleift að hanna frumgerð Futuristics sem við hlökkum mikið til að þróa og kynna frekar.

Helstu áskoranir sem við tókumst á við

Helstu áskoranir sem við tókumst á við voru að skala verkefnið okkar og sjá hvað væri geranlegt á einni helgi. Hvar áttum við að byrja? Við hverja áttum við að tala? Hvað skipti okkur mestu máli að fá að vita?

Við eyddum mjög miklum tíma í að tala við leiðbeinendur og leita okkur upplýsinga. Það eru þessar áskoranir sem leiddu okkur að lokum að Futuristics.

Við erum stolt

Við erum stolt af teyminu okkar og þeirri miklu vinnu sem við lögðum í lausnina okkar. Við erum stolt af lausninni okkar og við trúum því að Futuristics geti verið öflugt verkfæri í höndum metnaðarfullra leiðtoga í heilbrigðis- og velferðarmálum.

Við lærðum ýmislegt

Að ætla að læra á helstu verkferla innan Landspítalans á einni helgi er ekki hægt. Trúðu okkur - við reyndum.

Að hafa allar spurningar hnitmiðaðar í fjölmörgum samtölum er mjög erfitt en stundum lærðum við mest þegar við leyfðum okkur að hætta að spyrja og bara hlusta á það sem leiðbeinendur og samstarfsfólk vildi segja okkur að fyrra bragði.

Að vera góður í teymisvinnu þýðir ekki endilega að vera sammála öllum alltaf. Bestu hugmyndirnar sem við fengum spruttu upp úr rökræðum og heiðarlegri en vinsamlegri gagnrýni.

Næstu skref fyrir Futuristics

Futuristics leitast eftir samstarfi við Landspítalann og vill þróa sína lausn áfram á bráðamóttökunni í Fossvogi og innleiða hana þar að endingu.

Þaðan er stefnan tekin á sem flestar göngu- og legudeildir Landspítalans.

Langtímamarkmið Futuristics er að vera leiðandi verkfæri í heilbrigðis- og velferðarmálum.

Share this project:

Updates